Hafiði tekið eftir þessum tökkum á vefsíðum? Ástæðan er sú að þegar við prentum eitthvað á blað þarf það að vera í læsilegu útliti og við viljum ekki að textinn endi sem 6cm breiður dálkur eftir miðju 20+cm blaði. Þeir gætu allt eins sleppt þessum takka! Þeir eiga náttúruleg að hafa þetta læsilegt á vefsíðunni líka.
Ég les slatta af texta á netinu og ég smelli nánast alltaf á þennan takka bara til að geta lesið textan, svart á hvítu og notað þá 40cm af vídd sem ég hef. Svo er textinn ekki grár eða í 10 punktum.
Kannski pappírsiðnaðurinn sé að baki þessu? Svona alsherjar samsæri til að gera texta á netinu svo að þú þarft að prenta lengri texta út, ástæðan væri þá til að ná einhverjum að tapi sem varð þegar að bækur hættu að seljast jafn vel og fólk fór að nota rafræna miðla…
Hvað um það, óþarfa einn smellur svona tíu sinnum á dag er bara pirrandi.