Jóhannes ,,í Bónus“ eins og hann hefur verið kallaður og Jón Ásgeir stofnuðu búð og hófu viðskipti. Það sem þeir gerðu öðruvísi en aðrir var að í stað þess að kaupa inn eftir eftirspurn og greiða bara fyrir seldar vörur þá fóru þeir til heildsalana og buðu staðgreiðslu fyrir ákveðið magn af vöru. Með því að tryggja stóra greiðslu til heildsalanna gátu þeir farið fram á staðgreiðsluafslátt og gátu þannig boðið vörur mikið lægri en það sem þekktist. Vara sem kostar venjulega 200kr kostar allt í einu 120kr og að sjálfsögðu vilja mjög margir versla við þessa menn. Svo líður tíminn og þeir feðgar stofna fleiri verslanir og í stað þess að fara beint til heildsala hér á landi fara þeir beint til framleiðanda nauðsynjavara eins og morgunkorn eða eitthvað og gera það sama og áður. Þeir fá staðgreiðslu afslátt og enn fremur sleppa þeir við milliliði heima fyrir.
Hver er byrjaður að tapa hér á viðskiptum feðgana? Að sjálfsögðu milliliðurinn. Nokkur fjölskyldufyrirtæki sem að hafa löngum gert það að atvinnu sinni að vera með umboð á íslandi er allt í einu að missa gróða til feðgana. Athugaðu samt að það er ekkert athugavert við þessi viðskipti, þetta er allt löglegt.
Sumar búðir nenna ekki að standa í samkeppni við Bónus og einfaldlega selja og keðja þeirra feðga stækkar örar.
Nú er svo komið að Baugur, fyrirtækið sem sprettur upp úr þessu öllu saman á Hagkaup, 10-11 og Bónus. Um 60% markaðarins og er búið að fjarlægja alla óþarfa milliliði til þess að fá sem ódýrasta vöru.
Eitt skref sem þeir gætu gengið væri að byrja að framleiða eigin vöru, en með því væru þeir að brjóta samkeppnislög og það gæti endað með ósköpum. Baugs feðgar eru komnir í slíka stöðu að þeir í raun get ekki farið að stækka meira innanlands án þess að fara inn á grátt svæði við samkeppnislög og færa viðskiptin sín út.
Ok, short history of Baugur.
Eins og gefur að skilja má áættla að einhverjir sem hafa orðið illa úti af þessum viðskiptum feðgana gætu orðið heldur gramir og reiðir jafnvel. Héðan er kominn hugmynd af pólitísku þrýsting til að halda á lofti þessum ákærum. Að sjálfsögðu bara tilgátur en ómögulegt að segja hvað er satt í þeim málum og hvað ekki.
Jónína og Gerald eru tvær af þeim persónum sem hægt væri að tala um að hafi orðið illa úti af viðskiptum við feðgana. Jónína er fyrrverandi kærasta Jóhannesar ,,í Bónus”. Jónína heimtar í einu bréfi að fá 70 millur og bíl, en það á að þjóna sem einhverskonar miskabætur. Gerald sem laggði fram kæru á hendur Baugsmönnum kann að hafa gert það vegna þess að hann varð illa út í viðskiptum. Kæran sem hann lagði fram var í raun gölluð því að hún lýsti aðstæðum allt öðruvísi en þær raunverulega eru. Reikningurinn var gerður á Gerald ekki Bónus og hann var debet reikningur en ekki kredit. Svo maður verður að spyrja sig, var þetta raunveruleg skjalafölsun (sem laumu greiðsla fyrir skútu) eða raunveruleg greiðsla, síðari möguleikinn virðist sannarlega vera réttur að svo stöddu.
Þar sem þessi kæra er kannski sú kveikja sem endar í 40 ákæru liðum er hægt að spyrja sig hvort það hafi verið eina takmarkið.
Ef kæran er lög fram er eina leiðinn til að ganga úr skugga að fara í hús Baugsmanna og róta í þeirra bókum. Það leiðir síðan til þess að annað finnst í bókum þeirra en upprunalega kæra hljóðar út á.
Svo maður spyr sig enn og aftur; hvað er í gangi?
Ákærurnar eru svo sumarhverjar algjörar smá athugasemdir í raun, því það er vitað mál að þetta gerir annar hver maður í viðskiptum (t.d. þá notar Jóhannes peninga úr fyrirtækinu, sem eru síðan skuldfærðir á hann), þótt svo að þær sannarlega kunna að vera lögbrot fyrir dómi. En það fáum við aldrei að vita því að ákæran var svo illa unninn að ekki þykir gjörlegt að halda málaferlum áfram.
Svo fara menn að velta fyrir sér af hverju þessu var haldið til streitu, er pólitík í málinu? Eru menn sem sitja með sárt ennið að beita þrýstingi til að knésetja Baugsmenn?
Í raun kemur þetta ákærunni ekkert við, þetta fær mann til að spá í hvort Alþingi vort er spillt eða hvort yfirstéttinn sé í einhverju undirheima stríði sem almúginn sér ekki nema brot af í stolnum tölvupóstum. Þá er þetta farið að snúast út í einhverjar víkingaerjur og slúðurmál í raun, og komið alveg út fyrir dómstóla.
Bottom line.
Kannski er einhver hefðamaður sekur fyrir að beita ósmekklegum aðferðum til að koma Baugsmönnum fyrir kattarnef, en það er rosalega erfitt að komast að því. Svo getur vel verið að Baugsmenn hafi raunverulega gert eitthvað brotlegt í sínum viðskiptum, en það fáum við ekki að vita því að málið var illa unnið.
Hneykslið í kringum þetta snýst um tvennt, illa unna ákæru og hugsanlegan pólitískan þrýsting.