Þín skilgreining á þeims sem nota dóp er ekki alveg rétt. Það eru þeir sem prófa dóp bara einu sinni.
Svo koma þeir sem prófa dóp kannski nokkrum sinnum á ári, það eru t.d. fullt af krökkum sem enginn myndi gruna um að gera það, t.d. krakkar í lögfræðinámi og ég veit um hátt sett fólk sem fær sér einstaka sinnum smá “hressingu”, þessi hópur eru í daglegu tali (og af lögreglunni) kallaður “Frístundadóparar”. Semsagt fá sér einstaka sinnum einhverja tegund fíkniefnis án þess að verða háðir því og valda engum vandræðum.
Svo er það þriðji hópurinn, það eru þeir sem verða HÁÐIR dópi, þeir sem geta ekki hugsað sér að sleppa því að dópa í einn dag. Það eru fíklar.
Það væri yndislegt ef að fleiri myndu læra muninn á dópistum og fólki sem kann að nota dóp. Þetta er nákvæmlega sami pakkinn og með áfengi. Sumir ráða við þetta, aðrir ekki. Og það eru reyndar meiri líkur á því að vera laminn af einhverjum sem er undir áhrifum áfengis en fíkniefna….. Nema þú sért dópisti sem ert að bögga aðra dópista.