Það helsta sem pirrar mig á huga.is er þegar ég sé fullt af fólki sem ekki tilgreinir hvað það er gamalt hér. Er fólk hér kannski feimið við að sýna aldurinn hér. Ég er með mitt í mínum prófíl og ég skammast mín ekkert fyrir það að vera 28 ára og alltaf tuðandi hérna einsog vitleysingur.
Ég skora á fleira fólk að byrta aldurinn sinn á prófílnum.
Mig langar líka að vita af hverju fólk vill frekar fela það en að byrta það.
Ástæðan fyrir er sú að allt of margir korkar hérna eru um foreldravandamál og unglingavandamál og svo eru líka flestir að skrifa korka um ekki neitt sem skiptir máli einsog tilkynning um að einstaklingur eigi hund sem er kominn með kattaofnmæmi og fleira og fleira.
Er kannski fólki hérna hrætt við það að vera dæmt af skrifum sínum ef hann byrtir rétta aldurinn sinn.
Ef ég t.d fer að stofna eitthvað bullkork og allir vita aldurin minn þá auðvitað fengi ég comment einsog “Þroskastu” eða “grow up”.
En væri ég 11-13 ára þá fengi ég auðvitað comment einsog “Sammála” og “hahahaha snilld” af því að það eru svo margir einstaklingar hérna á því aldri. En svo koma hinir eldri og segja eitthvað móðgandi við 11-13 og kannski eitthvað sem getur sært viðkomandi og verður alveg ómeðvitaður hvað einstaklingurinn er gamall/gömul.
Er það kannski málið?
En auðvitað eru korkarnir leyfðir öllum aldurshóp en í sumum korkum getur verið samræður sem hinir eldri vilja ekki að hinir yngri séu að skipta sér af alveg eins með korka sem þeir yngri hafa gert og vilja að hinir fullorðnu skipti sér ekki af.
Er ekki hægt að stofna áhugamál fyrir fullorðna hér án þess að hinir yngri séu að skipta sér af? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti yngri meðlimunum hérna enda skemtilegir krakkar þarna á ferð en samt finnst mér þetta ábótavant varðandi um aldursbyrtingar.
Réttu upp hendina ef þú ert á lífi eftir þennan pistil!