Það kom grein um nokkurnveginn það sama inn á syndir um daginn en ég bara missti alveg af því öllu og hef líka mikið pælt í þessu og rætt um þetta við vini mína.
Hvað er rétt og rangt (Ekki þá eins og í prófi eða þannig heldur svona eins og að drepa, nauðga o.s.frv)?
Sjálfur segji ég að það sé ekki hægt að segja neitt almennilega hvað er rétt og rangt því þetta er allt mismunandi eftir manneskjum, sumir segja eflaust “Jú það er rangt að nauðga litlum börnum” Eða álíka, en samvkæmt hverju er það rangt?
Jú jú, siðferði flestra, landslögum, persónulegum réttindum barnsins og svoleiðis löguðu en manninum finnst það mjög líklega rétt fyrst hann gerði það og hann ætti ekkert að hafa minna rétt fyrir sér? Lög er bara eitthvað sem var búið til til að hindra öngþveiti og til að allt yrði ekki klikkað en það þýðir ekki að það sé endilega rétt! Eitthvað er kannski rangt samkvæmt lögum en þá er það ekkert bara rangt almennt!
Siðferði, það er alveg mismunandi eftir manneskjum hvað er siðferðislega rétt og rangt og þess vegna finnst mér að það sé ekki hægt að fullyrða um að eitthvað sé rétt eða rangt siðferðislega bara því að meirihluta fólks finnst það!
Sjálfur er ég á móti nauðgunum, morðum og fleiru í þeim dúr en það breytir því ekki að mér finnst einfaldlega heimskuleg vitleysa að segja að hlutir séu réttir eða rangir bara því að manni finnst það siðferðislega eða lögin segja það?
Ég meina, mér finnst siðferðislega rangt að drepa lítil börn og éta en það gerir það ekki að röngum hlut almennt og að skoðanir þess sem finnst það í lagi séu bara rangar! Kristinn trú segjir að samkynhneigð sé röng en þá er hún það ekki og skoðanir persónu sem finnst það í lagi eru ekki rangar! Lögin segja að það sé rangt að ganga um götur og höggva niður mann og annan en það gerir það ekki endilega að röngum hlut og að skoðanir þess sem finnst það í lagi séu rangar? Það er kannski furðulegt að finnast t.d. í lagi að drepa manneskju fyrir að kalla sig asna eða álíka en það gerir það ekkert rangt þó það sé bannað með lögum.
Kannski hef ég ekki útskýrt þetta alveg nógu vel og ekki komið með alveg nógu góð rök og dæmi en ég vona að ég hafi komið mínu fram vel.