Sammála með að hafa norsku eða sænsku í staðinn fyrir dönsku, ég hef heyrt smá í báðum málum, og það er miklu auðveldara!
Það eru engar líkur á að íslenskan verði látin fjúka fyrir enskunni, hún hefur magnaða sögu, og Íslendingar gera allt sem þeir geta til að halda henni eins og hún á að vera.
Ég er að læra spænsku, reyndar í vali, og var líka að læra hana í fyrra í vali, hún er bara mjög góð.
Þetta er skemmtilegt tungumál, pínu erfitt því það er svo ólíkt íslensku, en þannig mál ætti eiginlega að kenna, kenna eitt mál af næstum hverri tungumálagerð.
Reyndar, þegar ég var á Kanaríeyjum, kom spænskan mér að litlu gagni, þar sem á ferðamannastöðum á Spáni er enska í hávegum höfð.