Gullbringusýsla?
ég er nú einn af þeim sem hef mjög gaman að því að fara inná síður eins og b2.is og forvitni.net og svoleiðis, bara skoða svona eitthvað ruggl. þar er oft linkað inná erlendar síður, þar sem er einhver skondin mynd eða eitthvað álíka, og þá eru mjög oft svona til hliðar auglýsingar um einhverja svona stefnumótasíðu eða eitthvað álíka, er ekki viss hvað þetta er, allavega eru þar myndir af einhverjum stelpum sem eiga víst að vera íslenskar, oftar en ekki einhverjar geggjaðar gellur á g-strengnum eða eitthvað og svo fyrir neðan stendur hvaðan þær eru. það virðist ekki klikka að í hvert einasta skipti er svona helmingurinn af stelpunum frá einhverri gullbringusýslu! mér langaði að spurja, er þessi staður til? (ég átta mig nú á því að þetta er ekki staður fullur af geggjað flottum drusslum, bara svona eikka til að fá mann til að klikka á þetta). og já, ef hann er ekki til, væri þá ekki mál fyrir þá að setja inn einhverja staði á landinu sem eru til í raun og veru, og já, ekki láta þær allar vera frá sama stað.