Ég er að drepast í stórutáni á vinstri fæti, ógeðslega vont, ég bara get ekki gengið venjulega.
Það var þannig að ég var á júdó æfingu og allt gekk bara vel, þegar ég ætlaði að kasta einum strák sem er örlítið þyngri en ég, en þegar ég kastaði honum lenti hann með hnéð, ofan á stórutánni.
Þjálfarinn minn náði í ísmola til að setja á tærnar og þurfti ég að vera þá nær allt kvöld, og akkúrat þetta kvöld var eitthvað bíókvöld í skólanum mínum sem ég ætlaði ekki að missa af, en þá gat ég ekki verið með þá, en á leiðinni heim setti ég bara snjó ofan í skóna.
Það munaði reyndar litlu að ég hefði tábrotnað, en ég vildi að það hefði gerst, nú hugsa sumir örugglega að ég sé rugglaður, en það hefur bara aldrei neitt gerst við mig allt mitt líf (er 15ára), hef aldrei farið upp sjúkrahús að gera eitthvað nema eitthvað smá þegar ég var 7ára.
Ég þarf að taka eitthvað smá bólgueiðandi lyf og verkjalyf til að mér líði betur í tánni.
Takk fyrir mig.