Ég var að flétta blöðum og viti menn! Haldiði að ég hafi ekki séð BINGÓ auglýsingu (En fyrir þá sem ekki vita, var BINGÓ einhver ástsælasti þáttur sem íslenskt sjónvarp hefur framleitt)

Allavega. Hjarta mitt tók sprett. Ég hugsaði; Bingó, og það í næsta mánuði, I'm in! En þá hófust vonbrigðin. Sú litla von sem tendruð hafði verið í hjarta mínu var slökkt. Ég ákvað að flétta á forsíðu þessa ágæta blaðs, en þá sá ég að þetta var blað frá 2004, réttara sagt, 42. tbl. af SÉÐ OG HEYRT!

Þetta var gróf móðgun við mig, að ég taldi og varð ég ekki bara reiður, heldur virkilega sár útí S1, því ég lagði saman 1+1 og fékk út 7. Frá þessari stundu gerði ég mér grein fyrir því, að það væri greinilega ekki á stefnuskrá þessarar ágætu stöðvar að halda áfram með BINGÓ. Þetta ályktaði ég a.m.k.

Ég krefst þess að S1 haldi áfram að sýna þessu blessuðu þætti, því ég hef því miður ekki orðið svo frægur, að fá BINGÓ, en það hefur hins vegar einn góðkunningji minn gert. Hann nuddar því virkilega miklu salti í sárið, og fyllir mig angist.

Því spyr ég, alla ágætustu Hugara landsins. Er einhver hér sem telur sig geta náð hernaðarleyndarmáli Skjás Eins, þ.e. hvort BINGÓ verði á skjánum hjá þeim í vetur? Ef ekki, getiði þá gefið mér heimilsfang einhvers góðs geðlæknis eða sálfræðing, því ef BINGÓ verður ekki sýnt, er ég hræddur um að ég tapi glórunni.

Takk fyrir.