Hættu að hugsa um þinn eigin rass! Hættu að vera svona sjálfselskur! Ríkið snýst ekki um þig, það snýst ekki um þína hárgreiðslu eða þitt vit. ÞEssi Narcissmi þinn virðist stundum vera alveg út í hött! Ímyndaðu ef allir hugsuðu svona! Ó æjæj, hann keyrði á. Af hverju ætti ég að hjálpa honum úr bílflakinu? það er hans vandamál að hann keyrði á en ekki mitt. Eða, Þessi á erfitt með að læra að lesa. Oh jæja, það er ekki mitt vandamál heldur hans. VIÐ verðum að standa saman, vandamál þjóðfélagsins er þitt vandamál og mitt vandamál. Fíkn þjóðfélagsins í Parkódín er okkar vandamál.
Hljómaði kannski kalt hjá mér.
Eins og ég hef tekið fram áður þá styð ég forvarnastarfsemi og meðferðarstofnanir. Slík fyrirbæri eru frábær. Ég vil ekkert frekar en þú sjá þjóðina falla í hörku neyslu.
En við bönnum ekki eða takmörkum einstaklingi að nota efni af því hann gæti mögulega orðið fíkill. Einstaklingurinn hlýtur að hafa rétt til þess að gera það sem honum sýnist við sinn líkama. En auðvitað er í lagi að hjálpa þeim sem misstíga sig.
Sjálfur myndi ég aðstoða ef ég kæmi að bílslysi eða einhver kæmi til mín með vímuefnavandamál. Ég er alls ekki að gefa skít í alla aðra í þjóðfélaginu þó þetta hafi kannski hljómað kalt hjá mér hérna áður.
Ég er bara að segja að ekkert réttlætir að svipta fólk frelsi vegna hentisemi annarra. Frelsi ætti aðeins að skerða þegar það skerðir frelsi annara, nauðsynlegar aðgerðir til þess að tryggja frelsi þegnanna og koma í veg fyrir ýmis ofbeldi. En að neyða fólk í einhvern heilsukúr stjórnvalda get ég ekki séð sem neitt annað en fasisma.
Fitugur matur er óhollur í ófhófi, sjónvarpsgláp, tölvuhangs, það að þjálf sig of mikið! Þetta er ekki skoðun,þetta er common sense
Viltu banna þessa hluti sem þú taldir upp?
Ég er ekki að hvetja fólk til þess að misnota lyf. Ég er einfaldlega að tala um hversu mikilvægt frelsi er. Frelsi eitt af því verðmætasta sem manneskja getur átt. Að vera laus við kúgun frá hópi fólks. Lífið er oftast mikið betra í þeim löndum sem eru fjálsust, af hverju að draga mörkin núna árið 2005? Við eigum en þá langt í land að raunverulegu frelsi þó okkur finnist það þegar við berum okkur saman við önnur lönd.
Ef þér er svona ill við Íslenska hagkerfið, hagvöxtinn og viðskiptal´lifið, flyttu til kúbu og hættu að væla.
Kúba tilheyrir kommúnisma. Það er algjör andstæða við Frjálshyggjuna. Ísland er mikið nær því samfélagi sem ég vil búa í en Kúba. Þó það sé alltaf hægt að gera betur.
VÁ!!! Skuggi náði þessu! rétt, klapp á bakið. Áfengi drepur hlutfallslega færri en mörg ólögleg fíkniefni, þess vegna er o´þarfi að banna þa því að þegar það er rétt notað þá er það ekki banvænt. Fíkniefni drepa, fíkniefni eru banvæn,hvort sem þér líkar það betur eður verr. ÞAÐ er ástæðan yfir því að þau eru bönnuð. Það er líka bannað að stinga mann í bakið með hnif og drepa hann þannig.
Áfengi drepur hlutsfallega fleiri en mörg ólögleg fíkniefni. Ég misorðaði mig og leiðrétti það.
Í Bandaríkjunum deyja rúmlega 100.000 á hverju ári vegna áfengis. Svo eru það nokkur hundruð þúsund vegna tóbaks.
Af hverju má ég drepa mig með áfengi og tóbaki en ekki öðrum efnum? Hvað réttlætir þessa mismunun? menningin?