ok, ef maður er orðinn 18 ára og með undir 700 þúsund á ári þá er maður bara latur.. simple as that, þannig jú skatturinn fer af þér.
Kerfið virkar heldur aldrei fullkomlega, það er falleg hugmynd en það gerist ekki.
Davíð er nú að hætta í stjórnmálum, kannski kominn tími til, en peningaplokkari? Líttu aðeins á Ísland og kreppuna sem við vorum í þegar hann tók við stjórn landsins. Vá hvað hann hefur fokkað upp landinu.
Rétt hjá þér það er löngu kominn tími á að lækka skattinn á bensíni, hann verður aldrei tekinn burt, en líka magnað hvað olíufélögin hækka hratt þegar heimsmarkaðsverðið hækkar en þegar heimsmarkaðurinn lækkar aftur þá stöndum við í stað í margar vikur eins og t.d. núna þegar í skandinavíu lækkar verð næstum allstaðar um 10 krónu íslenskar en hér hækkar það.. vit í því? Ég er algerlega sammála þér þarna.
En byggja sundabraut? Mér finnst það mjög fyndið þegar ég keyri í skólann á morgnanna, án umferðar er þetta 5 mín akstur en í klikkaðri umferð svona 10-14 mínútur, magnað hvað maður tuðar sig svartan útaf tæpum 10 mínútum þegar fólk í útlöndum með fullkomnu umferðarslaufurnar sínar er svona 30 til 60 mínútur að keyra ekki nema kannski 10 kílómetra, það þarf ekki nýja vegi, það þarf að endurbæta vegina.
Menntamálaráðuneytið er í kúknum, sammála þér, tekur sérhæfinguna úr skólunum, og ekki sanngjarnt að stærðfræðinemendur t.d. Iðnskólans taki sama stærðfræðipróf og Stærðfræðibrautarnemar MR. Líka fyndið hvernig þeir lengja skólaárið í grunnskólum en námsskráin er óbreytt. Krakkar læra EKKERT 10 daga á ári, þá eru bara föndurdagar. það eru þessir dagar sitt hvoru megin svo ekki sé talað um skort á efni í grunnskóla.