Þannig er mál með vexti að ég og móðir mín vorum á leið í Nóatún að kaupa kvöldmat, kjúkling réttara sagt.

Þegar við vorum við það að leggja í stæði, stendur allt í einu lítil austurlensk kona alveg við bílinn á stæðinu.

Ég leit til hliðar og ætlaði út, en brá heldur betur í brún þegar andlit þessarar konu starði reiðilega á mig eins og hún ætlaði að drepa mig, og hún stóð grafkyrr svona hálfum metra frá bílnum í minnst 3-4 sekúndur.

Hún var frekar ræfilsleg að sjá, þannig að þetta varð svolítið creepy þegar maður sá hana við fyrstu sýn:)

“Þú ekki geta keyra!” hreytti hún út úr sér í átt að móður minni og gekk síðan í átt að bílnum sínum.

Mamma fór þá út úr bílnum og sagði eitthvað í þá áttina: “Þú átt að ganga á gangstéttinni en ekki þvert yfir bílastæðið”.

Þá var eins og það kæmi æðiskast yfir austurlensku konuna, þar sem hún sneri sér snöggt við, hljóp í átt að mömmu og reyndi að hrinda henni.

Þá fauk heldur betur í mig þar sem ég sit inn í bílnum og fylgist með þessu opna dyrnar og segi henni að róa sig niður.

“HÆTTU!” öskrar hún þá og fer loksins burt, snaróð og bálreið.

Maður sá svipinn á henni þegar hún keyrði hægt af stað, starandi á mann eins og geðsjúklingur.



Hún var augljóslega útúrdópuð og það er enginn vafi á því. M.a. sást það í augunum á henni en það breytir því ekki að ég varð frekar reiður, og það lá við að ég mundi gjalda henni í sömu mynt og hún gerði við mömmu en ákvað að halda ró minni, þó ég væri að springa úr reiði.

Þess má geta að þegar við lögðum í stæðið, þá hafi hún komið að bílnum eins og þruma úr heiðskíru lofti, og stoppað fyrir framan bílinn okkar mömmu.

Hún var sem sagt EKKI að ganga akkúrat fyrir bílnum heldur var í rauninni að koma út úr búðinni og eins og ég segi þá var hún dópuð og það segir sig í rauninni sjálft.

Kannski átti hún réttinn en hún var ekki einu sinni þarna fyrir og hefði hæglega getað sveigt framhjá bíl móður minnar, þannig að austurlenska konan gerði mál út af nákvæmlega engu.

Kannski hefðum við átt að hundsa hana eins og ekkert hafi í skorist því þá hafi hún ekki klikkast.
En enginn slaðist þó og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir:)

- siddi5