Í fyrsta lagi, ég sagði aldrei að þú hefðir sagt þetta, þetta var eftirlíking af stælunum í Reykvíkingum.
Hmmm, já, ég er ógeðslega þröngsýnn. Málið er að það er ekki með nokkru móti hægt að dreifa þessu jafnt, ef svo væri þá væri allt komið i niðurníðslu á landsbyggðinni like that! Það þyrfti frekar að reyna að fá fólk til að fytja út á landsbyggðina svo allir troði sér ekki í kjallaraíbúðir í Reykjavík.
Og til gamans má geta að fyrra svar mitt er það harðorðasta í rökræðum síðan ég man. Ég er bara orðinn þreyttur á þessari Reykjavíkurvæðingu.
Hellisheiði. Já, já, fleiri drepist þar. En gera náttúruhamfarir (þó þessar séu ekki stórvægilegar, skriðufall) boð á undan sér? Neibb. Það væri kannski betra að reyna að skera niður kostnaðinn en ég sé ekkert að því að eyða pening í þetta.
Og já, eru það engin rök að þetta sé hættulegt? En gaman.
Til gamans má geta að margir Reykvíkingar fara út í bakgarðinn, aka landsbyggðina, á hverju ári og þurfa þá góða vegi. (ekki endilega taka fullt mark á hverju einasta orði í þessari málsgrein)
Er það ekki útúrsnúningur að segja fólki að fara í svifnökkvum á milli, það sé alveg jafn gott? Skrítið…
Eru Sikiley og Ísland alveg eins? Nákvæmlega? Ó.