Eru allir að tala um það hvað þetta band sé gott. Er núna þessa stundina að reyna að uppgvöta það hvort að þeir séu í raun góðir eða ekki.
Hvaða lög á maður að hlusta á til þess. Hef sagt að hún sé léleg en fólk segir að ég hafi bara ekki hlustað svo hvað á maður að gera til þess að staðfesta það að hún sé það eða finnast hún góð??
Ágætis byrjun er bara meistaraverk og erfitt að skera úr þar, þó að Svefn G-Englar sé pott þétt þeirra mesta snilldarverk. Annars mæli ég með því að þú hlustir bara á Ágætis byrjun í heild sinni, leggst í sófa og slappir af og leyfir disknum að rúlla sinn hring.
() er líka mjög góður en persónulega er ég meira fyrir Ágætis byrjun og ég hef ekki hlustað neitt á Takk eða Von.
Ég leit einu sinni á sigur rós sem einhverja stoned gaurar sem plokkuðu á hljóðfærin sín og humluðu eitthvað með. En svo ákvað ég nu að Dl “Takk” þar sem hann er að fá dúndurdóma. Ég leyfði bara disknum að rúlla og ég hlustaði á öll lögin. Og þetta var snilld þannig að ég ákvað að dl öllum hinum disknum og hlustaði á þá alla og þetta er mesta sniillld í heimi. :D En ég myndi mæla með því að byrja á “Takk” og athuga hvort þú fýlir það eitthvað. Síðan fara að skoða hina diskana eitthvað ef þér lýst vel á “Takk”.
Ég fattaði ekki snilldina á bakvið Sigur Rós fyrr en ég hlustaði á Ágætis byrjun í heild sinni,ég náði aldrei snilldina á bakvið hljómsveitna þegar ég hlustaði á eitt og eitt lag.
Ágætis byrjun er frábærlega góð og ég var að kaupa Takk og hún er geðveik.
Hlusta á Ágætis Byrjun og Takk í heild sinni, svo þegar þú hefur öðlast þá hamingju sem fylgir því að finnst Sigur Rós góð hljómsveit, þá skaltu snúa þér að ()
“Hoppipolla” og kannski “Glósóli” af “Takk” (eflaust fleiri en ég hef ekki hlustað nógu mikið á hana, missi alltaf einbeitingu um miðja plötu. Of löng :( )
“Viðrar vel til loftárása”, “Ágætis byrjun” og líklega “Starálfur” já af “Ágætis Byrjun”.
Glósóli og hoppipolla á takk disknum eru mjög létt að melta, Allur untitled diskurinn er frekar þungur. Ekki því að tónlistin er hörð, en því að hann er frekar erfiður að hlusta á sem fyrsta disk
Ótrúlegt hvað það verður alltaf mikið æði þegar einhver hljómsveit gefur út disk eða kemur til landsins…
Allavega, mæli með laginu Starálfur. Ég “asnaðist” til að byrja að hlusta á Sigur Rós í einhverjum jólaprófum og þá hafði þetta lag hefur verið í uppáhaldi ásamt mörgum öðrum. Ég hef hlustað á Sigur Rós síðan…
Ekki hlusta á fyrsta diskinn þeirra Von, þú munt ekki fíla þá.
Ágætis Byrjun er diskurinn sem þú verður að hlusta á, svo Takk auðvitað. “( )” skaltu hlusta á síðast eða bara þegar þú ert byrjaður að fíla etta sigur rós sánd, enda alls ekki svo “commercial” diskur, ekki það að hinir diskarnir séu það endilega :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..