Maður tekur sífellt eftir því, sérstaklega í bandarískum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum, þegar fólk er að tala um fimm húsalengjur að húsaraðir. Hvað er ein húsalengja löng ?
já nákvæmlega, BNA eru svo skipulögð, þess vegna skipulögðu þau svona vel björgunar aðgerðir á þessari vel skipulögðu borg sem var 6 metrum undir sjávarmáli á slóð fellibylls.
nee grín. ;) samt er ég enþá mjög andvígur hvernig farið var að þeim málum þótt það komi þessum kork ekkert við.
margar stórborgirnar þarna eru alveg meistaralega skipulagðar. allt í svona kössum, allir jafn stórir, en ein “block” er ein hlið kassans. allar blockirnar í borginni eru þ.a.l. jafn langar.
Ég er ekki alveg 100% að skilja hvað þú meinar en held þú sért að tala um t.d. “five blocks away from here, you turn to the right…”. Þá áttu að keyra/ganga áfram framhjá 4 hliðarvegum og beygja svo til hægri á þeim 5. Það skiptir engu máli hvað eru mörg hús í húsalengjunni þarna á milli gatnamótana, þú beygir bara á því 5.
Þessi mælieining hentar ekki alveg á Íslandi þar sem húsalengjur eru mjög misjafnar. Úti í BNA er þetta hins vegar nokkuð stöðluð eining þar sem húsalengjurnar eru allar nokkuð jafn stórar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..