“14. gr. Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.”
þetta segir okkur að við eigum öll að vera á hægri nema þegar við ætlum að fara út úr hringtorginu á vinstri akreininni, þar sem tvær eru, vegna þess að við ætlum að taka vinstri beygju fljótlga eftir að við komum úr hringtorginu, annars ætti maður að vera á hægri akrein.
“15.gr. annað ákvæði: Ökumaður, sem ætlar að beygja á vegamótum, skal ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra, sem fara í sömu átt. Hann skal sérstaklega gefa gaum umferð, sem á eftir kemur.”
Þetta kemur svo sem ekki miklu við en minnir fólk kanski á 4 greinina sem er undafari Allra umferðarlaganna: Tillitsemi :) sem er skylda og varðar við sekt uppá 5000 kall ;)
“ 31.gr. annað ákvæði:Ökumaður, sem ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um akrein, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Sama á við um akstur til hliðar á vegi, nema um óverulega breytingu á akstursstefnu sé að ræða. Merkið skal gefa með stefnuljósi, þegar ökutækið skal búið slíku ljósi, en annars með því að rétta út hönd.”
Þetta gefur vel til kynna hvað skal gera. sá sem er á hægri akrein þarf að gefa stefnuljós ef hann beygir til hægri…Fuh… og einnig ef hann hefldur áfram, því samkvæmt vegmerkingum þarf maður að fara yfir brotna línu til að halda áfram á hringtogi með tveim akreinum. Og það er akgreinaskipting.
Sá sem er á vinstri akgrein þarf því að gefa stefnuljós þegar hann fer úr hringtorginu því breytingin er meiri en smávægileg og einnig er verið að fara yfir akrein.
HÉR er vert að benda á að í einnar akgreinar hringtorgum er það þess virði að gefa stefnuljós til vinstri þegar ekki er beygt úr hringtorginu, þetta er tillitsemi við aðra.
“25. gr. Ökumaður skal hafa sérstaka aðgát við vegamót.
Ökumaður, sem ætlar að aka inn á eða yfir veg, skal veita umferð ökutækja á þeim vegi úr báðum áttum forgang, ef það er gefið til kynna með umferðarmerki um biðskyldu eða stöðvunarskyldu.”
Hérna er verið að gefa fólki forgang.
1: sá sem er á hægri akgrein þarf alltaf að fara yfir óbrotna línu og þes vegna þarf hann að stopp, hann þarf að veita hinum forgang.
Sá sem er á vinstri akgrein má því fara útaf hringtorginu, samkvæmt vegmerkingum eins og hann vill.
ÞVÍ má hann fara út úr hringtorginu Hvenær sem hann vill, svo rfamarlega sem vegmerkingar leyfa það.
Ef einhver segir að vinstri verði að fara út eftir að hafa farið framhjá einu “exit” þa´er það rangt. Ef einhver segir að maðru verði að fra út í fyrstu eða mesta lagi annari beygju þegar maður er á hægri þá er það rangt, í sjálfu sér. Það er aftur á móti ekki mjög tillitsamt að gera það og því má færa rök fyrir að slíkur akstur sé ekki löglegur. En það yrði að fara eftir aðstæðumhverju sinni.
En að lokum. Það er ólöglegt að skipta um akgreinar á Íslandi NEMA maður ætli sér að fara af hægri vgna þess að maður er bráðlega að fara taka vinstri beygju, eða vegna þess að bráðlega beygir hægri akgreinin til hægri og maður ætlar að halda áfram, samanber Reykjanesbrautin þegar kemur að Sæbrautinni og svo að lokum ef maður er á vinstri akgrein af einhverjum ástæðum og maður ætlar ekki að beygja til vinstri. Þá er það lögum samkvæmt að fara svo langt hægri og auðið er.
Jæja þetta er svona það helsta sem ég fann í umferðarlögunum, þar er görsamlega ekkert í helvítis imbanum og þ´vi njótið þið góðs af :D
Svona Give you best flaming!