Venjulega í Íþróttum á maður að hlaupa einhvern risa hring í byrjun annarinnar. En sumir eru búnir að vera að kvarta undan þessu, að vera hlaupa eitthvað í grenjandi rigningu. En vitiði bara hvað, íþróttakennararnir héldu að þeir fengu rosa góða hugmynd. Hún var sú að við áttum að fara í ratleik útum allann bæ, í grenjandi rigningu. Við komum auðvitað allt of seint í tíma útaf þessu. Við höfðu 70 min en við vorum í svona 3 kennslutíma(hver kennslutími er 40 min). Átti þetta að vera eitthvað betra en að hlaupa. Þetta var miklu verra. Svo lenti minn hópur í því að á næst seinust vísbendingunni, að það var búið að taka vísbendinguna. Þannig að við vorum þarna eins og hálvitar að leita að einhverju blaði í plasti, í 20 min. Þá voru auðvitað allir búnir og við komum geðveikt seinir.
Afsakið stafsetningavillurnar ef það voru einhverjar.