Ég var að koma af bókamarkaði Eddu sem er í gamla World Class húsinu, þetta á að vera svona lagersala. Þeir eru með ágætis tilboð þar í gangi, þ.e.a.s. ef þú verslar a.m.k. fyrir 10.000 kr. þá færðu Söguatlasinn frítt. En málið er það að bækurnar sem eru þarna í boði eru annað hvort örlítið ódýrari en í búðunum (semsagt svipað dýrar og ef maður kaupir þær í gegnum netið) eða þá jafn dýrar og út í búð..! Þetta er svo mikið frat og drasl að ég bölva þennan markað hér með í sand og ösku.
Dæmi:
* Matarást kostar 7999 kr á lagersölunni sem er sama og netverðið hjá þeim.
* Þjóðsögur við þjóðvegin kostar 1799 kr á lagernum á meðan fullt verð er 1990 kr og klúbbverðið er 1692 kr.
* Kattabókin kostar 3.999 kr á lagernum sem er sama verð og Penninn var með.
Ég fór allavegana líka á bókamarkaðinn í Perlunni þegar að hann var í sumar og sá markaður var svo miklu betri en þetta rugl.
Þetta er svona svipaður útsölumarkaður eins og var þarna áður í þessu gamla World Class húsi í boði Senu, þá voru ýmsir dvd titlar og leikir o.fl á tilboði… þar var t.d. hægt að fá helling af dvd á 999 kr… en máli var bara það að þetta voru næstum því bara sömu titlarnir og eru á 999 í BT eða öðrum búðum….
Nískir fjandar!