Í öll mín ár hér á Huga hef ég þurft að horfa upp á endurtekningar nokkuð oft. Ég held að þér hafi tekist meistaralega vel til að endurtaka einn mest endurteknasta þráð á Huga. Hann einkennist af tilgangslausri umræðum um tilgangslausan hlut sem menn eru búnir að fara yfir aftur og aftur … og aftur.
Er virkilega svo langt síðan að Hugi var opnaður að fólk þarf að setjast í einhverjar sagnfræðistellingar og móta sér skoðun á mögulegum ástæðum fyrir tilvist þessara stiga? Svo eru einhverjar svakalegar kenningar um misnotkun. Þetta er ferskara en ryk, húrra.
Gæti ég lifað án þessara stiga? Uhm, nei, stigin renna í gegnum æðarnar á mér og flytja súrefni til mikilvægra líffæra … hvað heldurðu?
Vinsamlegast, þeir sem ætla að fara að ræða svona mál, notið leitar möguleikan á huga og notið gömlu korkana endilega.
E.s. ef smellt er á tengilin Hjálp upp í vinsta horninu er hægt að lesa eftirfarandi; Tekið þátt í stigagjöf þar sem notendur huga fá meiri réttindi og fríðindi eftir notkun, um möguleika þeirra sem eru notendur á huga. Í gamla daga þurftu þeir sem sóttu um stjórnandastöðu að hafa þúsund stig t.d. Vona að þú hafir notið þess að sitja sagnfræðiáfangan um Huga.