Allavega í kvöld…
Ég fór á The Man í kvöld, hér er sagan mín:
Ég þurfti að bíða í alltof langri röð. Síðan þegar kom að sjoppunni byrjuðu hörmungarnar í raun og veru. Það var allt troðið þar og ég og vinur minn biðum og biðum og það var 5 mínútur í myndina og loksins þegar við komumst að borðinu þá komu fullt af 13 ára gelgjustelpum stelpan í sjoppunni afgreiddi þær allar á undan. Það fór frekar í mig. Síðan þegar þær fóru loksins ætlaði hún að afgreiða okkur og hún var byrjuð að spyrja hvað við vildum og þá kom einhver annar gaur og bað um afgreiðslu og hún fór til hans. Það fór enn meira í mig. Klukkan var orðin 20:05 þegar við fengum afgreiðslu (myndin byrjaði 20:00). Ég bað um það vanalega, nachos og stórt kók, og ég fékk það. Málið var að hún setti alltof mikið í “glasið” og þegar ég tók það upp helltist á mig og niður á hendina mér og rann niður eftir erminni og inn á mig. Og aðeins niður á afgreiðsluborðið og hún horfði á mig eins og að það var mér að kenna.
Síðan þegar ég fékk nachos mundi ég hvað nachos-ið í Smárabíó er ömurlegt (ekki þríhyrnt). Það er samt alveg viðsættanlegt.
Þegar ég kom inn í salinn var hann troðfullur, kannski mesta lagi 15 sæti laus á mismunandi stöðum í salnum. Vinur minn sá 2 laus sæti efst í salnum og við vorum byrjaðir að troða okkur á milli sætanna og lappanna og þegar við vorum næstum alveg komnir komumst við að því að þessi sæti voru frátekin. Og síðan fundum við önnur sæti annarstaðar í salnum sem voru ekki frátekin og sátumst þar og nutum myndarinnar.
Ég vildi bara koma þessu frá mér, endilega komið með álit.