Ég skal segja þér svolítið sem ég lærði í sjöunda bekk.
Fyrst var landið hér nefnt eitthvað eftir einhverjm, síðan kom Garðar nokkur og skírði landið Garðarshólma, hann fór samt eftir sumarveru hér. Síðan kom einhver gaur sem lét búféð sitt vera úti allt sumarið og heyjaði ekki. Síðan kom mjög harður vetur og næstum allt búféð drapst af því að það var ekkert hey til að gefa þeim. Hann var svo reiður að hann skírði landið Ísland og drullaði sér í burtu… Síðan kom Ingólfur og nam landið og allt það og breytti ekkert nafninu.
Síðan þegar Eiríkur rauði settist að á Grænlandi hugsaði hann með sér hvernig hann gæti fengið fólk til að koma til landsins. Þá hugsaði hann: “Hmmm, ég skíri það Grænland, þá vilja allir koma hingað því þeir halda að allt sé grænt og fagurt!”
Reyndar var mikið heitara þessi ár en er nú í þessum löndum, sem dæmi má nefna að í Kanada óx vínviður.
En já, Grænland heitir Grænland af því að Eiríkur rauði var snjall að búa til auglýsingar og Ísland heitir Ísland af því að bitur gaur lenti í hörðum vetri hérna.