Veistu það, að þegar það eru umræður á gangi á jólaáhugamálinu og það kemur kannski inn grein þá eru flest svörin skítkast yfir því af hverju það sé verið að tala um jólin þegar það eru ekki jól. Ég er stjórnandi á jólaáhugamálinu og þar eru reglulega nýjar myndir og kannanir allt árið. Ef þú sérð greinayfirlitið geturðu séð hvað hefur komið seinna en í janúar, það er smávegis. En við sem erum að reyna að halda þessu í gangi fáum bara leiðinda skítkast á okkur. En fljótlega fer þetta áhugamál samt í gang, því að það fer nú að styttast í jólin, september er langt kominn. Þér er velkomið að senda inn efni á jólaáhugamálið.
Karat