Ég ætlaði í bíó í kvöld á The Man í Smárabíó-i. Ég var keyrður þangað af pabba, pabbi fór síðan í vinnuna (er á næturvöktum). Og þegar ég kom í miðasöluna komst ég að því að það var uppselt á myndina. Og ég gat ekkert í því gert, langaði ekki að sjá neina aðra mynd þarna. Ég gat ekki fengið neinn til að sækja mig, strætó var hættur að ganga. Þannig að ég þurfti að ganga frá Smáralind lengst upp í Efra-Breiðholt í grenjandi rigningu og myrkri. Og ég var bara á peysunni.
Líklegt álit á korki: “Hvernig kæmistu öðruvísi heim en að ganga ef enginn gat hvort sem er sótt þig?”
Svar: "Kunningi minn ætlaði að sækja mig en gat það ekki fyrr en kl. 00:45, þeas. þegar myndin var búin.
Takk fyrir mig, vildi bara létta af mér…. og næla mér í 2 gagnlaus stig…