Mitt álit á Stelpunum sem er á stöð 2 fer sífellt lækkandi þegar ég sé þessa Typpa og píku brandara þætti.
Nefnið fyrir mér hvaða atriði var þar best og verst?
Pólitíska Spaugstofan Sjónvarpsins kom heldur betur á óvart og var miklu fyndnari en Stelpurnar í kvöld.
Nefnið fyrir mér hvaða atriði var þar best og verst?
Jafnvel Strákarnir með Sveppa og félögum ná aldrei að vera svona fyndnir og spaugstofumennirnir.
Ég segi bara guðs sé lof að þeir eru ekki ennþá hættir með Spaugstofuna. Að vera með þennan þátt í 20 ár segir allt sem segja þarf af hverju þeir eru ennþá í sjónvarpinu.
Strákarnir verða út til áramóta og hætta svo og sömuleiðis Stelpurnar. Sem segir bara það að það er algjör óþarfi að splæsa í svona lélega grínara sem ofleika alltaf sömu karektarana eins og í stelpunum. Ég var aldrei að fatta spaugið hjá þessum stelpum og fannst allt saman bara mjög lélegt. Maður smá lyfti brosi en samt þá er ég bara ekki með húmor fyrir þessum þætti.
Spaugstofan nær alltaf að kitla mínu fínustu hláturtaugar og eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir að bjarga mér úr þunglyndi eftir að sjá Stelpuþáttinn.
Velkomnir Spaugstofumenn og megi þátturinn ykkar lengi lifa.
Stelpurnar sökka.
Hvar er Silvía Nótt? Hún myndi bjarga þessum þáttum ef Stelpu þættirnir eiga að meika eitthvað séns.
Þetta var mitt álit og á að sjálfsögðu ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. (Hvernig á maður annars að geta séð hvað maður er að borða?)