Ég verð nú að vera sammála því að það er hreint út sagt út í hött að vera að birta þessi úrslit alltaf þar sem komast nánast ekki hjá því að sjá þau :(
Hvað er t.d. málið með að segja frá stöðu í öðrum leikjum þegar maður er að horfa á annan í beinni? Ég meina maður ætlar kannski að nýta sér endursýningarnar og sjá annan leik síðar, en nei… er ekki þá búið að troða á mann úrslitum, svo maður nennir ekkert að horfa þá :(
Þetta hlýtur að minnka svolítið áhorfið á endursýnda leiki - eða það myndi ég halda allavega.
Skil svo sem vel að þeir frestuðu útsendingunni samt og ég hafði bara vit á því að forðast alla staði þar sem ég gæti rekist á úrslitin :)
Það vill svo skemmtilega til að það er bannað að sýna erlenda knattspyrnu ef íslensk knattspyrna er í beinni á sama tíma, eins heimskulegt og það hljómar.
Sýn hefur þurft að gera þetta oftar en einu sinni þegar landsleikir Íslands eru á RÚV og Sýn er að sýna t.d. leiki Englendinga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..