Sælir kæru hugarar,
ég keyri mjög mikið vegna vinnu minnar og er mikið á flakkinu á vegum stórhöfuðborgarsvæðisins. En það eru bílstjórar sem fara alveg ógeðslega mikið í taugarnar á mér og það eru þeir sem aka á vinstri akrei sem er ætluð fyrir bíla sem aka hraðar og er hugsuð til framúraksturs.

Í 90% tilfella eru þetta eldra fólk sem nær varla upp fyrir stýrið á bílnum þannig að það eina sem maður sér eru tvær hendur og hattur svo horfa þau í gegnum stýrið og sjá varla helming;o)
Eins fattar sumt kvennfólk þetta ekki heldur og er bara að spjalla í símann eða senda sms til vinkonu sinna og halda að vinstri akreinin sé bara svona spari akrein.

Eins gerist það óþolandi oft að stórir vörubílar hanga á vinstri akreininni og þegar maður kemur að umferðarljósum þá tekur heila eylífð fyrir þessar hlussur að koma sér að stað. Þetta eru meiraprófsbílsstjórar og þeim er kennt það í skólanum að þeir eigi að aka á hægri akreinni nema þeir þurfi að taka vinstri beygju fljótlega.

Af hverju fatta Íslendingar þetta ekki???

Íslensk umferðarmenning er í raun ekkert annað en ómenning þar sem sáralítill skilningur á umferðarreglum og tilitsemi er viðhafður. Ég er með meirapróf og er mjög vanur bílstjóri og ek um 35.000km á ári, er búin að hafa ökupróf síðan jan '1988 og hef sem betur fer aldrei lent í árekstri eða umferðaróhappi. Ástæðan er að ég hef alltaf hugsað eins og Ameríkanarnir kenna sínum ungu ökumönnum að hugsa það að allir aðrir ökumenn sem eru í umferðinni séu ekkert annað en snargeðveikt fólk sem gæti þess vegna tekið upp á því að aka inn í hliðinna á þér án nokkurar viðvörunar eða ástæðu!

Svo að lokum þá langar mig að spyrja ykkur þeirra spurningar að á hvaða aldri er það þegar gamalt fólk ákveður að hætta að líta fyrir aftan sig þegar það bakka bílnum sínum???
Það bara setur í bakkgírinn og lætur bíldrusluna bakka aftur?…..

Lecte