Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem hætt er að framleiða bláan Opal. Ég myndi ekki afskrifa hann fyrir fullt og allt.
En ég man ekki bara eftir fjólubláum Opal (sem ég man alls ekki hvernig bragðaðist), heldur líka eftir gulum Opal, sem var langbestur af þeim öllum…þegar hann var seldur á síðustu öld.
Gulur Opal hefur snúið aftur síðan, en þá var komin önnur bragðtegund í staðinn og þótti engum hún góð.
Þess vegna fannst mér merkilegt að sjá gulan Opal auglýstan í Hagkaup í tilefni Íslenskra Daga hjá þeim, en aldrei var Gulur Opal á boðstólum hjá þeim á þessum dögum. Nói&Siríus hafa boðað einhverjar Opal-nýjungar á næstu vikum, þannig að það er bara best að bíða og sjá hvað gerist…