Mér fannst þetta líka vera algjör vitleysa þegar ég þurfti að læra þetta, enda lærði ég þetta ekki mjög vel og er búinn að gleyma næstum öllu núna. En stundum vildi ég að ég hefði lært þetta betur vegna þess að það hjálpar þegar maður gagnrýnir málfar annarra.
Til dæmis fer rosalega í taugarnar á mér þegar fólk segir “Það var spurt mig” í staðinn fyrir “Ég var spurð(ur)”. Ég veit ekki hvernig maður lýsir þessari villu, ég veit bara að þetta er rangt.
Það væri gaman að geta stundum sagt “Þú átt ekki að setja forsetningarlið andlagshátt lýsingarorðs fyrir framan lýsingarlið afturbeygðar framlýsingarliðs, fíflið þitt!!!” (ath þetta var algjör steypa, bara sem dæmi).
En jamm, svarið sem maður fær venjulega frá kennurum er einhvern vegin: “Ertu ekki Íslendingur? Þá þarftu að læra íslensku. Farðu nú að læra heima lambið mitt.”