Auðvitað er það villandi og skrítið að frönsk mynd sem leigð er út frá Íslandi skuli hvorki bera franskan né þýddan íslenskan titil heldur enskan.
Það sýnir einfaldlega að myndréttarhafar á Íslandi sem sjá um innflutning á erlendum kvikmyndum eru enn við sama heygarðshornið. Þeir flyjta nær án undantekininga einvörðungu inn amerískar bíómyndir frá amerískum kvikmyndaframleiðendum og dreifingaraðilum. Mig grunar, lái mér hver sem vill, að þetta hafi í raun verið bara óvart, myndin hafi verið í einhverjum pakka hjá amerískum dreifingaraðila og íslensku heildsalarnir hafi ekki áttað sig á því fyrr en eftir að rétturinn var keyptur.
Svo ég er sammála þér í því atriði.
Ég er hins vegar ekki sammála þér um það að bandarískar hryllingsmyndir hljóti að vera bestar. Ég tel framboðið af öðrum hryllingsmyndum en Bandarískum á íslenskum leigumarkaði of bágborið til annars en að afstaða þín verði óneitanlega afar lituð.
Yfir 50 hryllingsmyndir eru til dæmis gerðar á ári í Japan. Það þótt við fáum að sjá eftilvill tvær til þrjár af þeim gefur það okkur engan samanburð við Bandaríska markaðinn sem er okkur algerlega opinn. Við höfum því ekki forsendur til þess að dæma fyrir fram um gæði hryllingsmynda frá öðrum löndum en Bandaríkjunum án forvara.
Það sama gildir að ég tel um franskan hryllingsmyndamarkað. Ég sjálfur að minnsta kosti hef séð ósköp fáar (eiginlega engar) og allar líkur hníga til þess að það sama gildi um þið.
Engu að síður er alltaf rétt að slá þann varnagla að það má vel vera að þú sér sérlega fróður varðandi franskar hryllingsmyndir og eigir fullan rétt á því að slá fram svona staðhæfingu.