Ég fékk nú ekki að komast í tölvu fyrr en ég var 11-12 ára. Þá varð ég hinsvegar alveg háður.
Málið er að fyrir þann tíma var þetta alveg eins, það kemur til tölulega langur tími þar sem ekkert gerist, svo BAMM, þú finnur þér eitthvað að gera og gleymir þér alveg í því; t.d. að fara með félaga í lego eða gera stíflu í bæjarlæknum. Það endist mislengi.
Tölvan er alveg eins, ég endist í einum tölvuleik í smá stund, ég spila Sudoku eða hvað það er. Svo nenni ég því ekki lengur og les bók. Les 50 bls. og byrja svo að hangsa í tölvuni við að forrita eitthvað tilgangslaust forrit. Stundum horfi ég bara út um gluggan. Stundum fer ég með frænda mínum á Subway eða vinur minn dregur mig í billjard niður á næsta bar. Það er ör-ör-sjaldan sem að eitthvað stórfenglegt gerist og ég sekk alveg í það og eyði heilum eða hálfum degi í það. Festist í nýjum tölvuleik, finn gott lesefni eða dettur í hug að gera eitthvað annað sniðugt.
Þetta getur allt saman verið ævintýri ef maður vill það, það er hinsvegar bara spurning um hugarfar.