já fór að lesa hérna sum svörin sem ég fékk - bara ánægð þegar fólk svarar, en það er samt sumt sem fer í mig. eins og þegar fólk heldur að enginn hugsi um fátæka fólkið í afríku, eða óbreyttu borgarana í Írak. Ég hugsa um það á hverjum degi og ég hef algjörlega óbeit á Bush og Bandaríkjastjórn.
Bush er fáviti, það er bara satt en samt fannst mér vert að skrifa um þennan atburð þar sem hann er sorglegur. Hann hafði þau áhrif á að fólk fór að hata múslima (er ekki að segja að allir hati þá - en það er ýmis tortryggni í gangi) ég hata þá ekki, útaf ég þekki fólk sem eru múslimar og þau eru yndisleg.
aftur að fólkinu í Afríku og öðrum hörmungum sem eiga ekki að gerast í heimi eins og okkar. Þau eiga jafn mikla umfjöllun skilið og þetta með 11. september, jafnvel meiri, en þá væru greinar á hverjum degi - mér persónulega finnst það sjálfsagt að hugsa um þau og reyni ég alltaf að gera eins og ég get - setja pening í bauk fyrir rauðakrossinn og gefa föt, en það er það mesta sem ég get gert fyrir þau núna, er bara 15 ára. þannig að ef einhver þarna úti heldur að ég vorkenni bara bandaríkjamönnum útaf 11. september atburðunum þá er það alls ekki satt.
~Bollasúpa