Allur texti fer í gegnum Messenger server Microsoft og er því utanlands. Eins eru “Display pictures” sendar í gegnum þennan sama server. Þannig að þú getur alveg safnað upp nokkrum megabætum í utanlandsniðurhal, ef þú notar Messenger mikið.
Eins eru allar erlendar síður sem þú skoðar, erlent niðurhal, þó svo vefráp sé almennt ekki mjög mikið í niðurhali, þá fer það soldið eftir því hversu mikið er af myndum á viðkomandi síðum og auðvitað hve mikið þú flettir :)
Sumar síður eru síðan með allskyns efni til að skoða, svo sem video clips, sem geta verið kannski 1MB - 10MB (eða meira þessvegna) hver og ef þú ert að skoða slíkt þá er þetta fljótt að koma þannig.
Síðan eru vírusvarnaruppfærslur sóttar að utan - og flestir eru með vírusvarnarforritin stillt þannig að þau uppfæri sjálfkrafa.
Windows update er líka sótt að utan, en reyndar minnir mig að Síminn rukki ekki fyrir það (er samt ekki viss þar sem ég er hjá Og Vodafone).
Ef þú ert á erlendum IRC serverum, þá er það líka erlent niðurhal, líka þó þú sért bara “idle”. Það er reyndar alveg ótrúlega mikið magn sem getur komið í gegnum það :/
Allt safnast þetta þegar saman kemur.
Síðan geturðu líkað athugað hvort eitthvað spy-/adware sé í gangi hjá þér og ef þú ert að tala um eitthvað verulegt niðurhal, þá er það vert að skoða það og reyna að úthýsa því hið snarasta.
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001