Hugi í dag
Þetta er spurning til gamalla hugara sem hafa verið virkir í nokkur ár. Ekki svara ef þið eruð með 100 stig :) (Stig = Virkni) Jæja mér finnst hugi orðinn ömurlegur en af gömlum vana skoða ég hann alltaf þegar ég er að sörfa á netinu. Var að rabba við Unnar um daginn og hann sagði mér að þegar hugi var búinn til þá var planið hanns að hafa þetta frjálst samfélag og umræðu! JReykdal, ég er ekki hræddur við bann frá þér því ef þú myndir banna mig núna væri það fáránlegt, því það þýðir að þú getur einfaldlega ekki þolað skoðanir! Hugi á að vera frjáls þar sem fólk má koma með sína skoðanir og má segja það sem þeim finnst um það mál sem er í gangi, hvað sem það er. Unnar vildi aldrei banna fólk nema náttúrulega það er með alvöru stæla eins og að hóta ofbeldi á aðra hugara eða vera með hreinan rasisma. Meðalaldur hugara hefur minnkað svakalega og mikið af svörum eins og “FYRSTUR” og allt þannig er orðið alltof algengt og leiðinlegt. Ég tók eftir því að Jreykdal var að læsa, eyða mikið af þráðum um Deili, afhverju var það? Ég hef séð korka sem tala illa um Símann vera eydda? Má fólk ekki koma með skoðanir á símanum eins og öllu öðru eins og umræður um morð, glæpi og fleira ólöglegt. Já þetta á ekkert að vera langt en ég ætla að hvetja hugara í að reyna að halda friðin og hafa þetta góðan og skipulagða heimasíðu, þar sem fólk vandar málfar og þannig :) Ég verð að viðurkenna þegar ég kom hérna fyrst inn þá var ég ekki gamall og notaði mikið af slangri eins og “lol” “omg” og þannig drasli, hlæ reyndar bara af því núna. Ég vil aftur vinna að því að gera þetta að bestu heimasíðunni á landinu. Jæja vildi bara koma þessu frá mér.