Hehe, jamm. Lenti líka í svipuðu sjálfur, held ég hafi fengið 6 eða eitthvað í eitt skiptið. Það skiptir bara nánast engu máli því lægsta einkunn er líka felld niður, ein fyrir jól og ein eftir jól.
Svo fékk maður bara tíur og níur og kannski svona eina sjöu á hinum prófunum. En ein fimma gerir bara lítinn skaða innan um tíur og níur því hún er náttúrulega bara lítið brot af heildareinkunn ;). Þetta kemur fyrir nánast alla einhvern tímann. Held að það hafi ekki verið neinn í bekknum mínum sem ekki fór einhvern tímann undir 8 á stærðfræðiprófi (líklega undir 7). Samt voru fjórir með 9+ í meðaleinkunn í bekknum um jólin og þrír að vori (sem mér finnst bara nokkuð gott).
Svo má líka benda á að samkvæmt minni reynslu segja samræmdu prófin mjög lítið um stærðfræðigetu einstaklings. Ég hef séð menn fá 9-9.5 sem eru bara rétt í meðallagi góðir í stærðfræði miðað við aðra sem líka fá ca 9.5 en eru svo góðir að þeir varla eiga það skilið að þurfa að silast áfram með restinni af bekknum í grunnskóla. Þá er það bara spurning í hvorum hópnum þú raunverulega ert.
Að lokum vil ég segja, svona til að þú gerir þér ekki neinar ranghugmyndir, að einkunn á bilinu 5-8 er líklega ásættanleg á meðalþungu stærðfræðiprófi í MR. Allt fyrir ofan 8 telst bara nokkuð gott og allt fyrir ofan 9 er mjög gott. Allt undir 5 er óheppni ;)