Æj, ég veit ekki. Mér finnst það bara fáránlegt.
Leyfðu mér að segja þér nokkuð:
Pbbi minn var 33 ára þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn, og það var með konu, eða öllu heldur stelpu, sem var 17 ára. Síðan hættu þau saman, en amma mín, sem var dásamleg, blessuð sé minning hennar, leyfði henni að búa hjá sér, vegna þess að pabbi hennar henti henni út þegar hún varð ólétt. Þannig að pabbi gat samt alltaf hitt dóttur sína þegar hann vildi.
Svo, þegar pabbi var 36 ára, þá hitti hann mömmu, sem var 19 ára. Svo varð mamma ólétt og þau byrjuðu að búa saman og systir mín var náttlega ofdekruð af mömmu minni. Svo eignuðust þau mig og síðan bróður minn.
Svo skildu þau, í byrjun árs 2003. Þá byrjaði mamma með öðrum mann sem er 15 árum eldri en hún, en pabbi með konu sem er tíu árum yngri en hann.
Þannig að ætli ég sé ekki bara vön því að það sé töluverður aldursmunur..