Þannig er mál með vexti að ég var að bakka bílnum mínum þar sem að var soldið þröngt og það var bíll fyrir aftan mig þannig að ég þurfti að vanda mig við að bakka. Síðan þegar að ég er að bakka þá færist hliðin á mínum bíl sífellt nær hliðinni á hinum bílnum (chevy silverado 3500 sem að er stórpallbíll). þannig að ég STOPPA til þess að hugsa minn gang hvernig ég ætla að komast út úr þessu. Þá tekur hinn bílinn af stað og keyrir áfram og rekst utan í minn. bílstjórinn í þeim bíl tekur eftir þessu og færir bílinn frá mér. síðan fer ég út til að skoða skemmdir og bílstjórinn í hinum bílnum fer út líka og skoðar það með mér. síðan keyrir löggan framhjá og þá stoppa ég hana og bið hana um tjónaskýrslublað og bið þá líka að koma og aðstoða mig við þetta. þeir neita að aðstoða mig og segja að ég eigi bara að gera þetta sjálfur.
þá förum ég og bílstjórinn inní bíl til hans og fyllum þetta út. og þá kemur í ljós að við erum ósáttir. hann telur sig hafa bakka bara pínulítið (sagði 10 sm) en rispan á mínum bíl er 30 sm þannig að samkvæmt þessu sagði hann að ég hlyti að hafa verið á ferð og gert sem sagt hina 20 sm. ég sagðist hafa verið stopp við hann og vinur minn(sem að var edrú) sem að var með mér inní bíl sagði það sama. þá sagði vinur hans (sem að var fullur)sem að sat í frammísætinu í hans bíl að ég hafi líka verið á ferð. og síðan sagði annar vinur hans sem að var fullur líka að hann hefði sé mig á ferð en það getur samt ekki verið því að hann var´á svoleiðist stað þars sem að hann hefði ekki getað séð það. þar sem að við erum allir svona ósáttir þá fer vinur til lögreglunar til þess að fá hana til þess að hjálpa okkur en löggan neitar að hjálpa okkur og segir að við verðum bara að leysa okkar mál sjálfir.
Sem sagt ég er pirraður vegna þess að löggan nennti ekki að koma og hjálpa okkur þó að hún væri ekki að gera neitt annað en að rúnta fyrir utan eitthvað ball sem að ekkert var að ske á. ef að löggan hefði komið þá hefði ´hún séð að hans vitni voru full en ég efast að það eigi eftir að koma fram í skýrsluna hjá þessum bílstjóra. síðan hefði löggan líka geta heyrt bílstjóran segja það að hann hefði ekki séð mig þannig að hann hefði þá ekki getað séð mig vera á ferð en ég held að hann eigi eftir að breyta því í skýrslunni sinni.
síðan er ég líka pirraður á þessum tveimur vinum bílstjórans sem að eru að ljúga því að ég hafi verið á ferð líka, sérstaklega þar sem að annar þeirra sá það ekki.