Lenti einu sinni í fjórhjóla slysi og brákaðist á bakinu, snéri hnéið á mér þannig og lenti undir hjólinu og flækti löppina á mér í hjólinu, en ég kom mér sjálfur undan hjólinu og upp og kallaði á faðir minn, sem hringdi í neyðarlínuna, ég vildi bara fara að sofa þegar ég átti að fara í sjúkrabíl en mér var bannað að sofa.
það var versta sem ég hef lent í, en ég man lítið eftir því sem betur fer, aðalega bara verið sagt frá því sem gerðist, ég man eftir að vakna upp á landspítala í röntgen myndatöku, og svo var ég í röntgen í 6 klukkutíma og var gefið morfín við sársaukanum.
annars þá hef ég aldrei lent í því að verða vitni af stórslysi en vinkona systir minnar varð vitni af því þegar systir hennar lenti undir bíl og dó og þessi vinkona systir minnar var að passa littlu systir sína og svo hljóp littla systirinn á stað með þessum afleiðingum :-(
og svo hefur frændi minn einu sinni lent í hörmulegu atviki. það var fyrir nokkrum árum síðan sem var flugslys hér á landi þegar flugvél hrapaði í fjall og frændi minn var í björgunarsveit og fór á slysastað og hljóp upp hlíðina til að geta reynt að bjarga einhverjum svo myndu fleiri koma seinna, þegar hann kom upp að flugvéla brakinu þá settist hann á stein í svona 5 sekúndur, snéri sér við og þá var flugmaðurinn þar látinn.
en annars þá vona ég að enginn þurfi nokkurn tímann að lenda í alvarlegu slysi, né koma að alvarlegu slysi.
vonandi koma engir með skítköst á þetta sem ég var að segja.