En þá bíður maður eftir því að stjórnvöld lækki skatta á eldsneyti. Nú þegar bensínverðið er komið í um 116 kr á líterinn er þetta einfaldlega orðið ósættanlegt, ríkið græðir meira í skatt eftir því sem bensínverðið hækkar. Bensínverðið var mikið lægra þegar þessi skattur var settur og því tel ég eðlilegt að breyta skattinum, sérstaklega þar sem það búist við því að eldsneyti eigi eftir að haldast hátt alveg þanga til olían er búin eða skipt er í annan orkugjafa.
Nú þegar ríkið er að fá marga milljarða í afgang og er búið að hækka ýmsa skatta til að safna fyrir skattalækkununum (sem verða rétt fyrir kosningar), tel ég að það sé kominn tími til þess að lækka þennan skatt.
Fella öll gjöld og vsk. Hafa þetta einfalt og sanngjarnt. Hafa bara einn skatt á hvern líter óháð því hvert heimsmarkaðsverð er, lægri skatt en er í dag.