Í tilefni Ljósanætur verður mikið að vera í Reykjanesbæ. Eins og flestir vita er Keflavík mikill rokkbær og verður mikið um rokk tónleika núna um helgina.
Í kvöld 2.september verður rokktónleikar í Frumleikhúsinu þar sem hinar ýmsu rokksveitir munu stíga á stokk. Þetta er sjötta sinn sem tónleikar af þessu tagi eru haldnir á Ljósanótt. Þeir sem fram koma í kvöld eru Brain Police, Dikta, Æla, Killer Bunny, Ritz, Kilo, Lena For this moment og fl. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og er 16 ára aldurstakmark. FRÍTT INN!
Á Paddy´s verður svo Rockville Festival en í kvöld kl 21:00 koma fram Mextrakt, Dýrðin, Bacon og Vonbrigði.
Á Laugardaginn kl 20:00 koma svo fram Matti Óla, Killer Bunny og Rass.
FRÍTT INN!
Hvet alla til að kíkja í Reykjanesbæ(Keflavík)um helgina!;)
Meira um Ljósanótt á www.ljosanott.is