http://marshallbrain.com/manna1.htm
Mér langaði að benda á smásögu eftir Marshall Brain (sá sem byrjaði á How Stuff Works). Sagan fjallar um hvernig vinnuumhverfið breytist þegar að tölvur byrja að sjá í stærri mæli um alla vinnu.
Það er furðulegt að búa í samfélagi þar sem menn reyna að öllum mætti að gera vélar mannlegar en vinnu manna vélræna (þar með auðvelda). Fáir hafa líklegast spáð í því hvað gerist þegar þeir fara út í búð og kaupa sér kók flösku. Kröfurnar sem eru gerðar til þess sem vinnur á kassanum eru einfaldlega þær að kunna þekkja tölurnar og takka á lykklaborði kassans. Tölvan sér um að leggja saman og segir þér hvað á að gefa til baka. Hún sér um bankafærslur í gegnum posa og færir allt inn í bókhaldið og prentar handa manni bréfsnifsi í persónulega bókhaldið. Tölvuna sjálfa þarf engin að skilja en hún er margflókið fyrirbæri sem saman stendur af milljörðum smára og furðutólum sem fæstir skilja. En já… það er hægt að spá endalaust í svona, ég mæli með sögunni bara.