bara kökubotn, niðurskornir ávextir, súkkulaðiglassúr(eða það bragð sem maður vill) og veskú! góð súkkulaðikaka in a jiffy(nei ég veit ekki heldur hvað jiffy þýðir)
200 gr hveiti (1 og hálfur bolli) 50 gr kakó (hálfur bolli) 400 gr sykur (2 bollar) 150 gr smjörlíki 2 tsk vanilludropar 3 egg
Byrjaðu á að bræða smjörlíkið og hræra svo sykurinn út í það. Hrærðu hveitið og kakóið saman í aðra skál og skeltu því síðan út í pottinn með sykrinum og smjörlíkinu (getur líka sett það í stærri skál ef potturinn er ekki nógu stór) ásamt eggjunum og vanilludropunum.
Bakist í 25 mínútur við 200°C. Betra að fygljast samt vel með þessu, ég þarf oftast að baka þetta aðeins lengur.
Gleymdi að segja þér að þetta á að vera frekar blaut kaka. Meina, hún á ekki að vera fljótandi, þú átt að geta stungið í hana án þess að nokkuð festist við gaffalinn, en hún er samt svona frekar klesst í sér sem er einmitt það sem gerir hana góða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..