“Talandi um gamla lummu. Þú og fleiri sem tala gegn fíkniefnum. Þið talið nákvæmlega eins og þeir sem vildu ekki lögleiða bjórinn. Með dómsdagsspár sem einfaldlega verða ekki að raunveruleika.”
Þetta með bjórinn var einfaldlega það að fólk sá það fyrir sér að fleira og fleira fólk yrðu að alkóhólistum, í ljósi þess að þú gast núna setið á sumbli heilu kvöldin án þess að verða ofurölfi. Og að vissu leiti hafa þessar dómsdagsspár ræst.
“Reyndar stefnir fljótlega í að áfengisaldurinn verði 18 ára.”
Ekkert frumvarp komið og ekkert á leiðinni. Gerist kannski fyrir næstu kosningar en ég efast samt um það.
“Reykingar á almannafæri verða bannaðar einfaldlega af því að meirihlutanum líkar illa við reykingar í kringum sig og vilja þröngva þessu yfir reykingarfólk vegna eigin hentisemi. Í stað þess að hafa frelsi og fjölbreytni á markaðnum. Ef að þeir reykingarlausu væru einfaldlega harðari á því að fara ekki á staði sem leyfa reykingar, þá myndi markaðurinn svara því. Flugfélög og kvikmyndahús tóku sjálf upp á því að banna reykingar, þurfti ekki lög til þess.”
Jamms. Meirihlutanum líkar líka illa við útúrspíttaða aggressíva einstaklinga á djamminu. Á að þröngva því upp á meirihlutann?
“Enda þarf að fræða almenning betur um fíkniefni áður en nokkur stjórnmálamaður þorir að taka þá áhættu.”
Fólk er alveg nógu vel frætt um þetta og ef stjórnvöld hefðu einhvern snefil af áhuga fyrir því að lögleiða fíkniefni þá yrðu þeir snöggir að skella af stað fræðsluátaki þar sem E töflur og spítt yrðu lofsungin.
“Meirihluti fólks veit lítið sem ekkert um ólöglegu fíkniefnin og eru aðeins með steríótýpur af verstu dæmunum föst í heilanum eftir fíkniefnaáróðurinn. Fólk áttar sig ekki á því að áfengi er verra en mörg ólögleg fíkniefni.”
Af því að “verstu dæmin” eru blákaldur sannleikurinn og er í raun stefna allra sem byrja á þessum efnum á annað borð. Lífið þit byrjar að snúast í kring um þetta, og gerir það mun hraðar hjá spítt/kók/heróín fíklum heldur en hjá bjórdrykkjufólki.
“Með því að fræða almenning betur næstu árin/áratugi ætti auðveldlega að vera hægt að breyta afstöðunni. Það er ekkert svo langt síðan fólk hefði aldrei trúað því að bjór yrði leyfður og samkynhneigð yrði sættanleg af meirihlutanum. Samfélagið getur breyst mjög hratt.”
Já, já.. Það er margt hægt að gera með áróðri, en að leyfa efni eins og þau sem þú ert að tala um má ekki gerast, og er ég frekar viss um að allir sem hafa verið í þessum efnum og hafa náð að hætta eru sammála.
“Ef maður lýtur nokkra áratugi til baka er mjög augljóst að frelsi almennt í þjóðfélaginu er búið að aukast.”
Ok, það eina sem þú hefur sagt um þetta er að fresli sé að aukast. Frelsi til hvers?
Það er bara tímaspurningsmál hvenær sú þróun endar í fíkniefnunum. Ég viðurkenn að mörgu leiti hefur það farið aftur seinustu árin, en það er fyrst og fremst vegna fáfræði meirihlutans á málefninu. Því er hægt að breyta.
Og ert þú svona fróður um þetta? Hefurðu yfirleitt prófað eitthvað af þessum efnum? Eða kynnst þessum heim í gegn um eitthvað annað en dagblöð og fréttatíma? Eftir þónokkur rifrildi okkar um þetta málefni er ég farinn að halda að þú hafir ekki hundsvit á því sem þú ert að tala um.
“Frjálshyggjan er sú stefna sem hefur verið að vaxa hraðast af öllum stefnum seinustu árin í heiminum. Sem er líklega afleiðing af frjálsara samfélagi sem við búum við í dag og vilja fyrir því að halda þeirri jákvæðu þróun áfram.”
Aukið myndavélaeftirlit og fólk handtekið fyrir að miðla skoðunum sínum á almannafæri/opinberum vettvangi er ekki merki um aukið frelsi einstaklingsins.
“Kannski ekki endilega fækka þeim. En það er frekar öruggt mál að það lamar skipulagða glæpastarfsemi, sem stór meirihluti tengist fíkniefnasölu. Þegar stórfyrirtæki eru byrjuð að selja fíkniefni margfalt ódýrara þá er einfaldlega engin markaður fyrir það á götunni, búast má við því að undirheimarnir minnki um allt að 80-90% við lögleiðingu fíkniefna.”
Nei, það kemur bara eithvað nýtt í staðinn fyrir undirheimanna, nýjar blöndur, ný efni og í raun bara ný samkeppni þar sem undirheimarnir fara í verðstríð. Landi einhver?
Stórfyrirtækin eiga eftir að skella allskonar álagningum á þetta, svo maður minnist nú ekki á ríkisbundna skatta. Þetta eiga undirheimarnir eftir að nýta sér.
“Getur vel verið að það aukist að einstaklingar fremji glæpi vegna fíknar, en slíkir glæpir eru oftast mikið skárri en þau mannréttindabrot sem undirheimarnir standa í. Handrukkarar eru versta fyrirbærið sem finnst í þessum heimi.”
Handrukkurum á eftir að fækka, sem er plús. En fleiri fjölskyldur eiga eftir að sundrast vegna fíknar, sem er mínus.
“Dæmi: Nauðgað móður fyrir framan barnið sitt vegna þess að hún skuldaði 20 þús kr, þetta skeði hér á Íslandi.”
Því miður aðeins eitt af mörgum slæmum dæmum.
“Það er ekki eins og áfengi og tóbak séu skaðlaus. Þau eru verri en mörg ólögleg fíkniefni bæði þegar kemur að fíkn og skaðsemi. Getur spurt hvaða efnafræðing sem er.”
Tóbak hefur mjög slæm áhrif á líkamlega heilsu eftir langvarandi neyslu en hefur engin slæm áhrif á andlega heilsu.
Áfengi er hins vegar eitt vanmetnasta fíkniefni á markaðnum í dag, þar er ég sammála þér. Hinsvegar verður fólk að athuga það að fullur maður sem verður árásargjarn er valtur og gerir ekki mikinn skaða gegn þeim sem hann ræðst á. Maður sem er undir áhrifum örvandi efna (spítt/kók) er bæði líklegri til að verða árásargjarn og er einbeittari og hættulegri maður.
Áfengi getur valdið skorpulifur eftir áralanga og mikla neyslu. Áfengi veldur líka timburmönnum, sem ég kannast óþægilega mikið við ;-)
Örvandi efnin valda hjartasjúkdómum og ef þú ert veikur fyrir þarftu bara einn snork til að drepa þig. Svo maður tali nú ekki um niðurtúranna sem endast yfirleitt lengur en einn dag, og mun lengur en það eftir því sem neyslan eykst.
“Einstaklingurinn á að bera ábyrgð á eigin lífi og neyslu. Stjórnvöld eiga ekki að vera með fingurna í daglegu lífi fólks og neyða þau til þess að lifa hollum lífsstíl. Forræðishyggjan á eftir að valda því að næst verður ráðist á fitubollurnar. Ýmsar merkingar og aukaskattar á matvælum eftir hollustu, er þetta það sem við viljum? Eða viljum við vera frjáls og bera ábyrgð á eigin lífi?”
Jújú, við eigum að vera frjáls og bera ábyrgð á okkar eigin lífi. En hins vegar er fínt að það sé reynt að koma í veg fyrir þær aðstæður þar sem fólk sem misnotar sitt frelsi skerðir frelsi annara.