HrannarM var stjórnandi á:
teiknimyndum, sápum og styttri tíma á Landsbankadeildinni.
Það má kannski segja að honum hafi fundist samfélagið á huga.is hafa gefið honum svo mikið að honum fannst nauðsyn að gefa jafn mikið til baka aftur. Innlegg hans og sjálfboðastörf eru sögu Huga.is ómetanleg.
Hann skrifaði um 150 greinar, og hve marga þræði eða innlegg hann ritaði er ómögulegt að segja til um, en ef tekið er mið af þeirri ástríðu og áhuga sem að hann nýtti við umsjón á þeim áhugamálum sem hann stjórnaði þá þori ég að fullyrða að þau hafi skipt þúsundum.
Þótt greinarskrif hans hafi verið fjölbreytt, þá voru það oftast sápusjónvarpsþættir, teiknimyndir ætlaðar fullorðnum, kvikmyndir og smásögur sem að lágu honum helst á hjarta.
Í Nóvember 2003 skrifaði hann
grein þar sem hann tilkynnti að feril hans hér á huga væri lokið. Sumir sáu ekki í gegnum grínið og má jafnvel segja að með þeim pistli hafi fyrst hin neikvæða skoðun fólks myndast á þessum sómapilti. Hann greindi þó að lokum frá tilgangi greinarinnar, og sannfærði fólk í raun um að hann hafi ætlað frekar í frí heldur en að hætta endanlega. Hann hélt áfram greinarskrifum og stjórnun löngu eftir þessa umræddu grein svo hugaferil hans var ekki nærrum því lokið.
Það sem einkenndi sögu Hrannars hérna á huga er án efa hversu umdeildur hann var. Fólk elskaði hann, eða það elskaði að hata hann. Vissulega voru til einstaklingar sem sögðu sig tilheyra hvorugum hópnum en fyrr eða síðar varð það að mynda sér skoðun á honum. Þótt þeim sem líkaði illa við hann, hefðu jafnvel enga ástæðu til þess, þá hikaði það ekki við að rakka niður öll hans störf og skrif þegar tækifæri gafst.
Í fyrra, sumarið 2004, varð mikið hneykslismál á áhugamáli stjórnenda og almennt í þeirra samfélagi, sem leiddi til uppsagnar minnar og Hrannars, svo þar með lauk feril hans sem stjórnandi á huga. Því fylgdu mikil leiðindi, og þurfti Hrannar í raun að þola meira aðkast en nokkur hugari hefur á allri sinni hugagöngu þurft að ganga í gegnum.
Eftir erfiðan tíma, og þrjósku JReykdals við að verða að beiðnum Hrannars og fleiri um að gera eitthvað í málinu, þá gerði hann upp við sig það langvarandi áhugaleysi sem hafði skapast gagnvart huga vegna tíðindamikils sumars, og lauk endanlega tíð hans hér á Huga.is sem virkur notandi síðar sama ár, haustið 2004.
Í dag kíkir hann kannski á mánaðarfresti hingað á forsíðuna, en skoðun eftir hann hefur ekki birst síðan þetta umrædda haust.