Var að lesa grein um munntóbak á áðan og var að pæla í því hvort þeir sem voru eikkað að tjá sig um það vissu eikkað um það? Það eru nefnilega margir sem halda að SNUS sé miklu hættulegra en sígarettur, það er rangt, Snus inniheldur miklu meira nikótín, en sígarettur eru hins vegar gerðar úr fleiri þúsund baneitruðum efnum eins og t.d. blásýru.

Ég las einhvern tímann fyrir nokkrum árum (tók sjálfur í vörina og geri ennþá) um niðurstöður nokkurra rannsókna sem sýndu fram á það að SNUS eykur ekki mikið líkurnar á krabbameini, það gerir hins vegar TUGGUTÓBAK. Áróðursbæklingurinn með ógeðsleguu myndunum sem margir hafa séð er akkúrat með myndir af tuggutóbaksfórnarlömbum.

En það að segja að sígarettur séu betri en snus er bara kjaftæði og ættu menn líka að hugsa um “second hand smoking” í því tilliti.

Að lokum ætla ég að taka fram að ég er ekki segja að Snus sé hollt og ekki slæmt. Bara betra að hafa hlutina á hreinu.