Mínum fallega heimi?
Við búum ekki í BNA eða álíka. Það eru sára fáir án menntunar og sem stríða við peningaleysi. Ef þú ert Snarrót-ar gaur þá styð ég þá miðstöð en þetta var nú ekki vel flutt mál.
Það komast alla vegana allir í 10 ára grunnskóla nám. Mjög stór hluti heldur áfram í framhaldsskóla sem eru allir ríkisstyrktir þannig fólk þarf ekki að greiða skólagjöld. Talandi um bókakosnað. Hann er nú ekki það mikill að lágstétta maður eigi ekki efni á því. Það eru fáir Íslendingar sem fá laun nálægt skattleysismörkunum en jafnvel á þeim launum er hægt að kaupa bækurnar.
fólk sem fer ekki í framhaldsskóla kýs það oftast… ekki vegna peningaleysis.
Sjúkrahús og heilsugæsla eru líka ríkisrekin með því markmiði að allir komist inn og fái viðunandi þjónustu. Peningaleysi einstaklinga kemur því ekki við. Metnaðarleysi ríkisins kemur hins vegar inn í vegna oft slæmrar þjónustu.
Þú hefur stórlega misskilið, það sem þú talar um viðgengst annars staðar en á Íslandi.
“það velferðarkerfi sem það var” ???
Það er ekki til sá staður sem er betra að búa á en Íslandi í dag. Hér geta allir menntað sig í því sem þeim finnst áhugavert (ef þeir hafa getu) og allir geta fundið strafsgrein við sitt hæfi og menntun.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig