“BIBLÍAN lýsir huga Guðs, ástandi mannsins, vegi hjálpræðisins, dómi Guðs yfir syndaranum og sælu hins trúaða. Kenning hennar er heilög, boðorð hennar bindandi, frásagnir hennar sannar, úrskurður hennar óbreytanlegur. Lestu hana, svo þú verðir vitur, trúðu henni þér til sáluhjálpar og breyttu eftir orðum hennar þér til helgunar. Hún er ljós, sem lýsir, andleg næring, sannur gleðigjafi og hughreysting.
BIBLÍAN ætti að fylla hug okkar og hjarta, stjórna lífi okkar og beina okkur á friðarveg.”
Þetta er hluti af því sem stendur orðrétt á fyrstu blaðsíðum minnar Biblíu.
Biblían segir líka að ef karlmaður er með öðrum karlmanni eins og hann hefur verið með kvenmanni skal hann vera drepinn. En samt hef ég talað við fjölmarga trúaða homma. Hvernig gengur það upp?
Einnig ætla ég að telja upp fleiri hluti sem ég man ekki eftir öllum sjálfur frá Biblíunni en heyrði fyrir dálitlum tíma í sjónvarpinu.
Hver sá sem vinnur á helgidegi skal vera drepinn.
Það er í lagi að selja dóttur sína í þrælkun.
Ef börn eru óþekk eiga þau að vera grýtt til dauða.
Menn mega ekki koma nálægt konu þegar hún er á túr.
Ég hef ekki heyrt um mörg dæmi um að foreldrar séu að láta grýta börnin sín til dauða fyrir að hlusta ekki á sig.
Ef þú trúir á Guð og Biblíuna hvernig geturðu hunsað byrjunarorð hennar? Biblían á að stjórna lífi okkar, boðorð hennar er bindandi og þú átt að breytta eftir orðum hennar þér til helgunar. Þú getur ekki einfaldlega lítið framhjá einhverju því þér líkar ekki nógu vel við það, en fullyrt svo að eitthvað annað í henni sé heilagur sannleikur og lífsreglur því það kemur þér vel.
Ennþá fleiri villur eru í Biblíunni, t.d. sagan um örkina hans Nóa. Það er bara ekki mögulegt að einn maður hafi getað safnað saman öllum tíu milljörðum dýrategunda á einn bát og dreift þeim svo á viðeigandi staði í heiminum.
Eins og ég minntist á áðan er Móses og Rauða hafið líka gjörsamlega ómöguleg saga. Í fyrsta lagi, afhverju birtist guð bara ekki fyrir framan Faraóinn og sagði honum að sleppa þessum þúsundum gyðinga sem að hann á að hafa hneppt í þrælahald (það eru nákvæmlega engar sannanir fyrir þessu nokkurs staðar og ekki skrifað um þetta neinsstaðar annarsstaðar en í Biblíunni)? Nei, guð ákveður að drepa alla fiska og búfjénað, og saklaus börn! Afhverju drap guð saklaus börn? Hann drap ekki þá sem frömdu glæpinn, heldur saklaus börnin þeirra. Það er réttlátur guð, er það ekki?
Svo opnaði hann Rauða hafið og leiddi þúsundir manna í gegnum 90 km langt haf, og svo gengu þau í gegnum eyðimörkina í 40 ár. En auðvitað eru ekki til nein ummerki um það. Afhverju ekki? Finnst þér líklegara að það séu ekki til neinar leyfar eða bókmenntir eftir mörg þúsund manns út af einhverjum dularfullum og óskiljanlegum ástæðum, eða þá út af því að það gerðist aldrei, og sagan er þar með skáldskapur?
Ef þú ætlar virkilega að fara að halda því fram að Biblían sé heilagur sannleikur vill ég að þú útskýrir afhverju þú grýtir ekki börn til dauða fyrir að vera óþekk, og afhverju í ósköpunum eru nokkrar sögur algjört kjaftæði og greinilega skáldskapur, en svo eru aðrar sannar samkvæmt kristnu fólki?
Þetta er bara hlægilegt, ég skammast mín fyrir alla þá sem trúa á guð.
P.S. Það er ekki hægt að trúa á hinn sanna kristna guð en segja svo að Biblían sé ekki sönn. Hver sá sem sagði það hérna að ofan hlýtur þá að trúa á einhvern annan guð en hinn kristna.