Hver sagði að Elvis væri ekki hamstur?
Lætur hamsturinn hlaða gemsann
Sextán ára strákur í Bretlandi, Peter Ash, hefur fundið upp hamsturknúið gemsahleðslutæki. Var þetta vísindaverkefni sem hann vann í skólanum. Tækið virkar þannig að hamsturinn Elvis hleypur í hefðbundnu hamsturhlaupahjóli, sem tengt er við rafal sem aftur er hægt að tengja gemsanum.
Frá þessu greinir Ananova.com, og hefur eftir Peter að hverjar tvær mínútur sem Elvis hlaupi í hjólinu gefi hleðslu fyrir um hálfa klukkustund af taltíma. Peter segir ennfremur að honum hafi hugkvæmst þetta þegar systir sín hafi kvartað undan því að Elvis héldi fyrir henni vöku með vera klukkustundum saman í hlaupahjólinu.
Tekið af http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1155908