Afsakið ef ég gerist mjög frakkur að spyrja en ég verð bara (og kannski segja eitthvað aðeins meira í von um að þú verðir einhvers gagnlegs vísari).
Fyrst þú segir að foreldrar þínir vilji svo endilega henda í þig 20 þúsund kr. buxum a.m.k. mánaðarlega, væri ekki sniðugt að hirða bara 20 þús. kallinn og láta gott heita í fatakaupum þar til þú virkilega þarft eitthvað nýtt?
Ok, kannski er það erfitt fyrir þig að skilja það, en einhvern tímann gæti það komið sér vel að hafa lagt milljón á reikning í staðinn fyrir að eyða henni í fatnað, sérstaklega eitthvað jafnkammlíft og tískufatnað.
Svo getur verið að foreldrar þínir hafi eitthvað betra að gera við peningana en henda þeim í tískufatnað sem þegar er til nóg af (miðað við þína frásögn). Ég veit það náttúrulega ekki, en væri t.d. ekki gaman að vera með 42" plasmasjónvarp, risaheimabíó og jafnvel rándýra tölvu þarna við í staðinn fyrir fullan skáp af fötum?
Einnig vil ég koma því að, að það að eiga meira en nógan pening réttlætir ekki óhóflega peningaeyðslu, a.m.k. að mínu mati. T.d. fær maður sér ekki 100.000 kr. klippingu af því að maður getur það. Einnig má nefna að 20 þús. kr. í gallabuxur eru töluvert lítið fyrir peninginn. Hvað ætli þetta séu margar krónur á fersentímeter? (ég skora á þig að reikna það út) Sem dæmi væri hægt að fara til útlanda í verslunarferð og fá bæði utanlandsferð og ný föt fyrir peninginn (ef nokkrum verslunarferðum er sleppt hér heima þ.e.a.s.). Líklega er um að kenna 24.5% virðisaukaskatti sem leggst á allar munaðarvörur hér á landi (svo best sem ég veit).
Jafnvel þó þú eigir svo mikinn pening að þú getir ekki mögulega ráðstafað honum öllum í fatnað því það einfaldlega er ekki nógu mikið af fötum í heiminum, þá réttlætir það ekki dagleg kaup á rándýrum, bókstaflega gagnslausum hlutum (þar sem nóg er til af þeim þá þegar).
Þegar aðstæður eru orðnar þannig að þú skeinir þér með óútfylltum ávísunum, fimmþúsundköllum og vísakortum með ótakmarkaða úttektarheimild, bara svona af því að þú getur það, er ekki betra að nota peninginn til einhvers sem gagnast einhverjum (því afturendahreinsun er hvorki þægileg né skynsamleg ráðstöfun hvers konar gjaldmiðils ef þú hyggst bókstaflega skafa skítinn burt með seðlunum) ?
Undir slíkum kringumstæðum væri til dæmis sniðugt að gefa peningana til þeirra sem minna mega sín (áður en þú skeinir þér með þeim að sjálfsögðu) og ég er nokkuð viss um að hve mikið/lítið sem það er myndi það nýtast viðkomandi betur heldur en sem staðgengill klósettpappírs (líkt og þú hefðir þá áður verið að nota þá).
Að lokum vil ég segja að það er ekki gott fyrir neinn að þurfa aldrei að vinna fyrir því sem viðkomandi fær. Fólk verður einfaldlega ósjálfbjarga og of góðu vant. Slíkt nýtist skammt í hörðum heimi ef eitthvað fer úrskeiðis.
Að vera sparneytinn er kostur, að vera nískur er galli. Að kunna sér ekki hóf er hins vegar líka galli og nískan þykir mér ill-skárri. En hey, það er bara ég.