Já chattið hjá ýmsum stöðum einsog msn er að deyja út. Það er ekki eins vinsælt og það var í gamla daga. Kannski er það af því að fólk er búið að fatta það að það er betra líf fyrir utan netið.
Rassstórar stelpur og strákar ættu kannski að fara hugsa sinn gang í staðinn fyrir að hanga fyrir framan tölvuna og gera ekki neitt nema pikka á lyklaborðið þvælu dagsins sem skiptir engu máli í okkar daglega lífi enda er ekkert sem ég segi sem skiptir máli í ykkar daglega lífi. Það verður bara dæmt tímasóun. Ég byrjaði 2001 að þvælast á netinu og spjalla við það og hvað hefur það gert fyrir mig. Nákvæmlega ekki neitt. Maður verður bara eins og hræddur álfur þegar maður hættir á netinu. En kannski einmanna fólk finnst þægilegra að vera netinu og spjalla við einhverja sem það telur eiga vel við. En svo þegar það reynir að kynnast því í raunveruleikanum þá verður það ekki það sama.
Og trúðu mér ég hef kynnst því áður hvernig það er að kynnast stelpu sem maður var búinn að tala við lengi á netinu og kynnast því í raunveruleikanum.
fvs byrjar nú að syngja Álfalagið: "Eru álfar kannski menn….