Það sem þú hugsar um einskorðast þá við peninga og frelsi? ég spyr nú bara hvers vegna í áranum ertu ósáttur við frelsið þitt?
Hvaða frelsi?
Má ég reykja hass? Nei.
Má ég kjósa að kaupa mér eigin sjúkratryggingu í stað þess að vera hluti af ríkisrekna heilbrigðiskerfinu? Nei.
Má ég versla áfengi í búðum á eðlilegu verði? Nei, ríkið leyfir engum öðrum að selja áfengi og tekur meira en helming af verðinu í eigin vasa.
Ef ég á sjoppu, má ég þá hafa allar vörur sýnilegar? Nei, það er bannað að hafa tóbak sýnilegt. Stjórnvöld telja það vera óæskilegt. Einning samkvæmt lögum verður að vera textar eins og “Reykingar drepa” á pökkunum.
Má ég taka áhættuna fyrir mína eigin hönd að nota ekki bílbelti? Nei stjónrvöld vilja vernda mig frá sjálfum mér, ég hef ekki frelsi til að ákveða hvað ég tel vera best fyrir mig sjálfan.
Má ég auglýsa hvað sem mér sýnist? Nei það er bannað að auglýsa áfengi, lyf og tóbak.
Má ég giftast karlmanni? Nei það er ekki “alvöru hjónaband”.
Hef ég málfrelsi? Nei, það er bannað að tala illa opinberlega um vissa hópa fólks. Ef ég t.d. skrifa neikvæða grein um svertingja í blaði þá get ég verið kærður fyrir það.
Má ég ættleiða barn? Nei, samkynhneigðir og einstaklingar fá ekki að ættleiða börn.
Má ég rækta tóbak til þess að spara peninga? Nei, ríkið hefur einkaleyfi.
Má ég selja mig eða kaupa kynlífsþjónustu af öðrum? Nei, stjórnvöld telja það vera ósæskilega hegðun og banna mér að gera það.
Má ég horfa á klám? Nei, klám er ólöglegt á Íslandi.
Má ég sleppa því að fara í grunnskóla? Nei, það er skólaskylda á Íslandi.
Má ég sleppa því að borga skatt til menntakerfisins og velja frekar einkaskóla að eigin vali? Nei, allir verða að borga í menntakerfinu.
Ónauðsynlegar frelsisskerðingar eru út um allt í þjóðfélaginu. Stjórnvöld eiga að vernda þegnana frá hvor öðrum, ekki frá sjálfum sér eða að neyða þá til að fylgja vissri siðferði. Stjórnvöld ættu ekki heldur að skipta sér af fyrirtækjarekstri eða standa í því sjálf.
Frelsisþróunin hefur gengið ágætlega seinustu árin. En finnst þetta samt ganga of hægt þegar ég tel upp allar ónauðsynlegu frelsisskerðinga í þjóðfélaginu okkar. Á meðan ég skaða engan annan, þá ætti ég að fá að gera það sem mér sýnist.